MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER NÝJAST 23:37

Barðist hetjulega áður en hann féll

FRÉTTIR

Svar við bréfi Helgu á svið

Lífið
kl 16:00, 12. ágúst 2011
Svar við bréfi Helgu seldist í um 8.000 eintökum fyrir síðustu jól. Ólafur Egilsson vinnur nú að leikgerðinni, en Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir verkinu sem fer á svið Borgarleikhússins í vetur. Þröstur Leó og Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk í sýningunni.
Svar við bréfi Helgu seldist í um 8.000 eintökum fyrir síðustu jól. Ólafur Egilsson vinnur nú að leikgerðinni, en Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir verkinu sem fer á svið Borgarleikhússins í vetur. Þröstur Leó og Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk í sýningunni.

„Þetta verður ekki og er ekki búið að vera auðvelt verk, en það er heldur ekkert endilega þannig sem það á að vera," segir Ólafur Egilsson, sem vinnur nú að leikgerð eftir metsölubókinni Svar við bréfi Helgu, eftir Bergsvein Birgisson.

Svar við bréfi Helgu fer á svið Borgarleikhússins í vetur. Bókin kom út fyrir síðustu jól og seldist í um 8.000 eintökum. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra og valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala. Leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir og á meðal leikara eru Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir.

Ólafur segir jákvætt að bókin sé lesendum í fersku minni þegar verkið fer á svið, en sá Ólafur bókina fyrir sér á sviði þegar hann las hana fyrst?

„Já og nei. Sagan er falleg, en það eru miklar myndlýsingar sem flytjast ekki beinlínis yfir á sviðið sem slíkar. Ég hikaði alveg. Það er kannski ekkert óeðlilegt. Ég hika alltaf og efast. Maður er í stöðugum efa og þetta eru endalaus helvítis vandræði." Ólafur segir ekki sjálfgefið hvernig á að sviðsetja verkið, en bætir við að í leikhúsinu séu til ýmis góð meðul og tæki sem hægt er að grípa til.

Svar við bréfi Helgu er á köflum erótísk, en Ólafur segir þó að ekkert kynlíf verði á sviðinu. „Kynlífið verður túlkað á listrænan hátt. Það er hægt að ýja að og gefa í skyn á hátt sem heldur áhuga án þess að fólki finnist gengið fram af því. Þá heitir það kannski ekki kynlíf, frekar erótík. Það er mikil náttúra í bókinni og henni verður að koma til skila."
Ólafur þarf ekki aðeins að koma náttúrunni í Svari við bréfi Helgu til skila, heldur einnig ónáttúru.

„Já. Hann er aðframkominn af ástleysi og hjartasárum. Leitar huggunar í sínum skepnum. En ekki bara með holdlegum hætti, heldur andlegum fyrst og fremst."

atlifannar@frettabladid.is


xxx
xxx


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Lífið 16. sep. 2014 17:50

Ryan Gosling orðinn pabbi

Sennilega myndarlegasta barnið í Hollywood fætt Meira
Lífið 16. sep. 2014 17:30

Hafði aldrei heyrt um Hönnu Birnu

Jón Gnarr í viðtali í The Guardian Meira
Lífið 16. sep. 2014 16:03

"Þessi yndislegi drengur kom í heiminn kl 10:55 í dag"

Hreimur Örn Heimisson og eiginkona hans Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir eignuðust sitt þriðja barn. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:45

Stuð á samsýningu í Listasafni Reykjavíkur

Sjáðu myndirnar. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:30

Jón Gnarr efast um sig sjálfan á RIFF

Sjáðu myndbandið. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:13

Ísland í dag: Er hvorki lesbía né karlmaður

Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum karla um. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:00

Tískukóngur í tískuslysi

Fatahönnuðurinn og smekkmaðurinn Tom Ford kom svo sannarlega á óvart í lok sýningar sinnar á tískuvikunni í London í gær. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:00

Tilkynnti um mögulegan erfingja

Jay-Z breytti laglínu í París og söng um að Beyoncé ætti von á barni. Meira
Lífið 16. sep. 2014 14:30

Tískuelítan fjölmennti til Stellu McCartney

Það var varla þverfótað fyrir stjörnum í tískupartíi Stellu McCartney í tengslum við tískuvikuna í London í vikunni. Meira
Lífið 16. sep. 2014 14:15

Rosaleg breyting á Röggu Nagla

Ekki þarf að fjölyrða um magn áfengis sem rann ljúflega niður kverkarnar á menntaskólaárunum, skrifar Ragga. Meira
Lífið 16. sep. 2014 14:00

Auglýsingaherferð tískurisa tekin á Íslandi - sjáðu myndirnar

Íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk í herferðinni. Meira
Lífið 16. sep. 2014 13:45

Dagskrá Iceland Airwaves kynnt í dag

Upplýsingar um app hátíðarinnar er væntanlegt innan skamms. Meira
Lífið 16. sep. 2014 13:00

Allir blankir á ljóðakvöldi

Ný ljóðabók unga fólksins komin út Meira
Lífið 16. sep. 2014 13:00

Samfélag þar sem allir eru jafnir

Samsuða – saga 8 listamanna brúar bilið milli listamanna með og án fötlunar. Meira
Lífið 16. sep. 2014 12:30

Símaskráin 1948 opnaði mér nýja sýn á landið

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur 2010, á sjötugsafmæli Ómars Ragnarssonar vegna framlags hans til náttúruverndar og almenningsfræðslu. Ómar verður með sögur, myndir... Meira
Lífið 16. sep. 2014 12:00

Handtekin eftir ástarleiki

Ásakar lögreglu um kynþáttahatur. Meira
Lífið 16. sep. 2014 10:30

Birgitta flutt heim

Söngkonan Birgitta Haukdal er flutt aftur heim til Íslands. Meira
Lífið 16. sep. 2014 10:00

Hildur Líf giftir sig

"Við giftum okkur utan dyra með kertum allt i kring.“ Meira
Lífið 16. sep. 2014 10:00

Fjórar leiðir til að hressa upp á matarboðið

Svona getur þú verið frumlegur í skreytingum, án þess að kosta miklu til. Meira
Lífið 16. sep. 2014 09:30

Enginn latur í Þjóðleikhúsinu

Leikritið Ævintýri í Latabæ var frumsýnt um helgina í Þjóðleikhúsinu. Meira
Lífið 16. sep. 2014 08:00

LaToya aðdáandi Önnu Mjallar

"They were both SO nice! I'm so lucky! Yay!“ Meira
Lífið 15. sep. 2014 18:30

Hélt partí fyrir synina

Synirnir eru miklir hjólabrettaaðdáendur og voru því glaðir með þemað. Báðir hafa þeir verið í hjólabrettatímum. Meira
Lífið 15. sep. 2014 18:00

Vill að Kim hætti í þættinum

Rapparinn Kanye West er sagður vilja að eiginkona sín, Kim Kardashian, hætti í raunveruleikaþættinum Keeping Up with the Kardashians. Meira
Lífið 15. sep. 2014 16:30

Martha Stewart hjólar í Gwyneth Paltrow

"Hún þarf bara að þegja. Hún er kvikmyndastjarna. Ef hún væri örugg með ferilinn sinn, þá væri hún ekki að reyna að vera Martha Stewart,“ sagði hún. Meira
Lífið 15. sep. 2014 15:48

Vigdís Hauksdóttir er afrekskona í Candy Crush

{Já, ég er komin í borð 530,“ segir formaður fjárlaganefndar sem náð hefur eftirtektarverðum árangri í þessum vinsæla tölvuleik. Meira

Tarot

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Lífið / Lífið / Svar við bréfi Helgu á svið