SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Svanhildur Nanna nýr stjórnarformađur VÍS

 
Viđskipti innlent
09:50 16. MARS 2017
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformađur VÍS.
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformađur VÍS.

Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður.

Svanhildur hafði áður í samtali við Markaðinn staðfest að hún ætlaði að bjóða sig fram í stjórn VÍS. Hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eiga samanlagt um átta prósenta hlut í tryggingafélaginu. Guðmundur átti sæti í stjórn þess um tíma en dró framboð sitt í stjórn félagsins til baka á síðasta aðalfundi í mars í fyrra.

Ný stjórn VÍS var kjörin á aðalfundi félagsins gær en þar var einnig samþykkt tillaga um að VÍS greiði hluthöfum sínum 1.023 milljónir króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra. Aðalfundur samþykkti einnig að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.296.436.567 að nafnverði í kr. 2.223.497.541 að nafnverði, og að eigin hlutum félagsins að nafnverði kr. 72.939.026 sé þannig eytt.

Stjórn VÍS skipa: Gestur Breiðfjörð Gestsson, Helga Hlín Hákonardóttir, Herdís Dröfn Fjeldsted, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Valdimar Svavarsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Svanhildur Nanna nýr stjórnarformađur VÍS
Fara efst