Innlent

Svanhildi veitt verðlaun á Degi íslenskrar tónlistar

Atli Ísleifsson skrifar
Svanhildur Jakobsdóttir.
Svanhildur Jakobsdóttir. Mynd/Sigrún Björk Einarsdóttir

Dagskrárgerðarkonunni og söngkonunni Svanhildi Jakobsdóttur var veitt verðlaunin Lítill fugl á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í dag.



Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem skarað hefur fram úr í dagskrárgerð, umfjöllun og stuðningi við íslenska tónlist. 



Svanhildur Jakobsdóttir hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1987. Í rökstuðningi segir að hún hafi ætlað sér aðeins að starfa þar í eitt ár, en árin séu nú að verða þrjátíu.



„Svanhildur hefur verið frumkvöðull og stjórnandi fjölda tónlistar- og viðtalsþátta, má þar nefna þættina: Stefnumót, Villtir strengir og vangadans, Föstudagsflétta og Laugardagsflétta, og nú síðast Óskastundin sem útvarpað er á föstudagsmorgnum. Svanhildur hefur unnið ómetanlegt starf í kynningu og umfjöllun um íslenska tónlist.  Samhliða störfum sínum hjá Rúv hefur Svanhildur einnig átt glæstan feril sem söngkona með Sextett Ólafs Gauks,“ segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×