Innlent

Svalt veður og stöku skúrir

Bjarki Ármannsson skrifar
Hvítu tjöldin reist. Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari landsliðs karla í knattspyrnu, var í hópi heimamanna í Eyjum sem í gær reistu sín hvítu tjöld. Hann segir að allir taki þátt í árvissu kapphlaupi um tjaldstæði sem fram fór deginum áður. "Þetta er svolítið sérstakt,“ segir Heimir. "Það fá allir góðan stað, það er engin þörf á þessu kapphlaupi.“
Hvítu tjöldin reist. Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari landsliðs karla í knattspyrnu, var í hópi heimamanna í Eyjum sem í gær reistu sín hvítu tjöld. Hann segir að allir taki þátt í árvissu kapphlaupi um tjaldstæði sem fram fór deginum áður. "Þetta er svolítið sérstakt,“ segir Heimir. "Það fá allir góðan stað, það er engin þörf á þessu kapphlaupi.“ Fréttablaðið/Óskar
Verslunarmannahelgin gengur nú í garð með tilheyrandi ferðagleði landans. Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt með stöku skúrum inn á milli.

„Það verður eiginlega keimlíkt veður um land allt,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur.

Hún segir spána hvorki benda til þess að veðrið um helgina verði eftirminnilega gott né eftirminnilega slæmt.

„Á flestum stöðum verður bjart,“ segir Birta Líf. „Það verður helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil.“

Gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum sleppa nokkuð vel samkvæmt spánni. Þó er von á því að eitthvað taki að hvessa og rigna á sunnudag. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, en svalast fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×