Lífið

Svala Björgvins með "pop-up“

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Svala er þekkt fyrir djarflegan stíl.
Svala er þekkt fyrir djarflegan stíl. Mynd/katrín olafsson
„Þetta er ungt og djarft,“ segir Helga Olafsson, eigandi vefverslunarinnar Lasta Shop sem slær til „pop-up“ veislu í Maníu á föstudag ásamt Svölu „Kali“ Björgvinsdóttur, í tilefni af þriðju fatalínu hennar Kali.

Mikil spenna ríkir í kringum opnunina vegna þess hversu óvenjulega Svala klæðir sig en hún er þekkt fyrir djarfan og nútímalegan stíl. „Það er gaman að geta sýnt þessa línu á Íslandi enda sést hvernig Svala klæðir sig sjálf og hún hannar eftir því,“ segir Helga.

„Mig langaði að gera línu sem var töffaraleg og með sterkum línum,“ segir Svala, sem vill tengja nýju línuna við fyrri línuna svo að hægt sé að blanda fötunum saman og nota þau á mismunandi vegu. „Allar þrjár línurnar mínar tengjast og hægt er að blanda. Þetta virkar allt saman.“

„Mér finnst alveg æðislegt að fá línuna í búðina því þetta er rosalega flott „collection“ hjá henni. Síðan er þetta skemmtilegt út af tengslum okkar,“ segir María Birta, eigandi Maníu en kærasti Maríu, Elli Egilsson er bróðir Egils „Mega“ Einarssonar, eiginmanns Svölu. „Við höfum verið mikið saman erlendis og erum góðar vinkonur.“

Í veislunni verður hvergi til sparað og mun Sigrún Skaftadóttir úr Kanilsnældum þeyta skífum á meðan gestir geta gætt sér á léttum veitingum og skoðað nýju línuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×