Lífið

Svæfir börnin með nýrri plötu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Regína Ósk sendir frá sér nýja plötu.
Regína Ósk sendir frá sér nýja plötu. Vísir/Vilhelm
Söngkonan Regína Ósk hefur lagt lokahönd á nýja plötu sem er aðallega ætluð verðandi mæðrum og börnum á öllum aldri. Hún inniheldur þrettán barnasálma sem Regína flytur í útsetningum Friðriks Karlssonar gítarleikara.

Platan, sem ber titilinn Leiddu mína litlu hendi, var tekin hann upp að mestu leyti í vor þegar Regína var ólétt að sínu þriðja barni. ?Börnin mín steinsofna þegar ég set plötuna á fóninn þannig að þetta hefur góð áhrif,? segir Regína um plötuna. ?Þetta er fyrsta platan sem ég gef út, þar sem ég er mjög ánægð með að hlustandinn sé sofnaður í lagi númer fjögur,? bætir Regína við og hlær.

Regína er byrjuð að flytja tónlistina í hinum ýmsu sunnudagaskólum og á foreldamorgnum á höfuðborgarsvæðinu og hefur fengið góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×