Enski boltinn

Sutton saknaði átvaglsins af bekknum í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Shaw var hvergi sjáanlegur þegar á honum þurfti að halda.
Shaw var hvergi sjáanlegur þegar á honum þurfti að halda. vísir/getty
Utandeildarlið Sutton United saknaði svo sannarlega varamarkmannsins Wayne Shaw í 3-2 sigri gegn Torquay United í dag en enginn varamarkvörður var til staðar á bekknum þegar Ross Warner, markvörður Sutton meiddist.

Mikið hefur verið fjallað um Shaw undanfarna daga eftir að hann gæddi sér á böku á meðan leik Arsenal og Sutton stóð yfir í enska bikarnum á mánudaginn.

Kom síðar í ljós að einn af styrktaraðilum liðsins bauð upp á veðmál hvort varamenn Sutton myndu fá sér böku á meðan leik stæði og að leikmenn vissu af því.

Sjá einnig:Átvaglið á bekknum til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu

"Sun Bets var með líkurnar einn á móti átta að einhver okkar myndi borða böku. Ég ákvað að svara aðeins fyrir okkur og kýla á það. Allir varamennirnir voru komnir inn á og við vorum 2-0 undir,“ sagði Shaw eftir leikinn.

Sjá einnig:Átvaglið á bekknum hætt hjá Sutton

Er enska knattspyrnusambandið með málið hjá sér til rannsóknar en Shaw ákvað að hætta hjá félaginu daginn eftir leikinn en reglur enska knattspyrnusambandsins heimila ekki þátttöku í veðmálum af þessu tagi.

Neyddist miðvörðurinn Simon Downer til þess að standa vaktina í markinu í hans stað en það kom ekki að sök þar sem Sutton vann 3-2 sigur á Plainmoor-vellinum og lyfti sér með því aðeins frá fallsætunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×