Lífið

Survivor-stjarnan í toppmálum í Reykjavík: „Ég finn svo vel fyrir allri ástinni hér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Abi við Sólfarið ásamt Sonju.
Abi við Sólfarið ásamt Sonju.
Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi og ef marka má Instagram og Twitter-reikninga hennar þá er Gomes að elska dvölina hér á landi.

„Ég finn svo vel fyrir allri ástinni hér í Reykjavík,“ segir Abi á Instagram og virðist hún vera verulega sátt með Fréttablaðið sem fjallaði um dvöl hennar á landinu í morgun.

Sjá einnig: Survivor-stjarna hittir 30 íslenska aðdáendur

Abi virðist vera í borginni með íslenskri konu að nafni Sonju Bjarnadóttur ef marka má samfélagsmiðilinn en hún birtir einnig fallega mynd af þeim saman við Sólfarið.

Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim í kvöld.

Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveru­leika­þátta­raða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.

 

With the beautiful @sonjabjarna

A post shared by Abi Maria Gomes(@theabimaria) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×