Menning

Sunnudagsleiðsögn um valin verk

Eitt þeirra verka sem fjallað verður um er Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen.
Eitt þeirra verka sem fjallað verður um er Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen. Vísir/GVA
Sunnudagsleiðsögn verður um sýninguna Valin verk í eigu Listasafns Íslands á sunnudaginn klukkan 14 þar sem þrír gestir ræða valin verk.



Gestirnir eru Sigurður Pétursson, lektor emeritus, sem mun fjalla um Ganýmedes, höggmynd Bertels Thorvaldsen, Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, sem fjallar um myndskreytingar Barböru Árnason við Passíusálma Hallgríms Péturssonar, en tvær þeirra eru nú til sýnis í safninu, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri, sem mun fjalla um gjöf Listasafnsfélagsins á verkinu Málverk eftir Auguste Herbin til Listasafns Íslands, sem einnig er til sýnis í safninu.



Einnig verður gengið um sýninguna og sagt stuttlega frá safneign Listasafns Íslands. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×