Sunna Rannveig valin bardagakona ársins 2016

 
Sport
14:19 08. JANÚAR 2017
Sunna Rannveig vann sinn fyrsta atvinnumannabardaga í september.
Sunna Rannveig vann sinn fyrsta atvinnumannabardaga í september. MYND/MJOLNIR.IS/KJARTAN PÁLL
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var valin bardagakona ársins 2016 af vefsíðunni mmaViking.com.

Sunna þreytti frumraun sína sem atvinnumaður í MMA þegar hún vann Ashley Greenway í Invicta FC 19 í september.

Þetta er önnur viðurkenningin sem Sunna fær á skömmum tíma en á gamlársdag var hún valin nýliði ársins af aðdáendum Invicta Fighting Championships bardagasambandinu í Bandaríkjum.

Sunna gerðist atvinnumaður í MMA í fyrra, fyrst íslenskra kvenna, er hún skrifaði undir langtímasamning við Invicta.

Sunna, sem er 31 árs, skaust upp á stjörnuhiminn þegar hún varð Evrópumeistari í MMA 2015.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Sunna Rannveig valin bardagakona ársins 2016
Fara efst