Sport

Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sunna Rannveig Davíðsdóttir hefur atvinnumannaferilinn á föstudaginn.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir hefur atvinnumannaferilinn á föstudaginn. vísir/allan suarez
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Evrópumeistari áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, þreytir frumraun sína í atvinnumennskunni á föstudagskvöldið þegar hún berst gegn Ashley Greenway í Invicta FC í Kansas.

Invicta er stærsta sérsamband fyrir MMA þar sem aðeins konur berjast en Sunna vakti mikla athygli þegar hún varð Evrópumeistari áhugamanna á síðasta ári.

Sjá einnig:Stærsti bardaginn var við sorgina

Sunna hefur æft stíft fyrir bardagann en fjallað er um undirbúninginn í Leiðinni að búrinu, þætti sem Pétur Marinó Jónsson, lýsandi MMA á Stöð 2 Sport, framleiðir á vefsíðu sinni MMAFréttir.is.

„Ég er að njóta þess alveg í tætlur að vera í þessu prógrammi núna en ég ætla að njóta þess alveg jafnmikið að hitta fjölskyldu og vini og eyða tíma með þeim,“ segir Sunna Rannveig sem hlakkar mikið til að berjast í Kansas á föstudagskvöldið.

„Það er eitthvað við það þegar búrið lokast. Ég elska að vera þarna inni. Ég óttast ekkert þarna inni. Ég er tilbúin að takast á við allt sem sem er þarna inni. Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.

Sjáðu allan þáttinn af Leiðinni að búrinu í spilaranum hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×