FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 23:36

1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum

FRÉTTIR

Sunna og Silvía báđar međ ţrennu | Tveir stórsigrar í röđ

 
Sport
23:28 01. MARS 2016
Sunna og Silvía báđar međ ţrennu  | Tveir stórsigrar í röđ
VÍSIR/VALLI

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann annan flottan sigur annan daginn í röð á heimsmeistaramóti kvenna en Ísland keppir í B-riðli 2. deildar.

Íslensku stelpurnar unnu 8-2 sigur á Nýja-Sjálandi í dag eftir að hafa unnið 7-2 sigur á Tyrkjum í gær.

Þrjár konur skoruðu mörk Íslands í leiknum. Silvía Björgvinsdóttir var með fernu og Sunna Björgvinsdóttir skoraði 3 mörk og gaf eina stoðsendingu að auki. Þriðji markaskorari íslenska liðsins var Guðrún Viðarsdóttir.

Guðrún gaf tvær stoðsendingar í leiknum eins og þær Sarah Shantz-Smiley, Flosrún Jóhannesdóttir og Kristín Ingadóttir.

Íslenska liðið gaf tóninn strax í byrjun með því að vinna fyrsta leikhlutann 5-1 en vann síðan hina tvo líka, annan leikhlutann 2-1 og lokaleikhlutann 1-0. Íslensku stelpurnar voru komnar í 5-0 eftir aðeins rúmar fimmtán mínútur.

Ísland mætir heimastúlkum frá Spáni í þriðja leik sínum á fimmtudaginn en spænska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu, 11-1 sigur á Nýja-Sjálandi og 3-0 sigur á Mexíkó.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Sunna og Silvía báđar međ ţrennu | Tveir stórsigrar í röđ
Fara efst