Sunna og nŠsti andstŠ­ingur hennar eiga margt sameiginlegt

 
Sport
19:23 05. MARS 2017
Ingvi ١r SŠmundsson skrifar

Sunna Rannveig Davíðsdóttir undirbýr sig nú af kappi fyrir annan bardaga sinn sem atvinnumaður í MMA.

Þann 25. mars mætir Sunna hinni bandarísku Mallroy Martin í Kansas City. Í fyrsta atvinnumannabardaga sínum vann Sunna öruggan sigur á Ashley Greenway.

„Í fyrsta lagi er ég mjög spennt fyrir því að fá bardaga. Það eru að verða komnir sex mánuðir síðan ég barðist síðast. Þetta er algjör snilld og mér er eiginlega alveg sama hver það er, hvað hún heitir eða hvaðan hún er,“ sagði Sunna í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þessi [Martin] er rosa skemmtileg með það að gera að við erum með svipaðan bakgrunn í sportinu. Við erum báðar með fjólublátt belti í brasilísku ju jitsu og hún er núna úti í Tælandi þar sem ég var fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Sunna.

„Ég hef aldrei hitt þessa stelpu og hún er ekki beint liðsfélagi minn það eru samt blendnar tilfininngar.“

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Sunna og nŠsti andstŠ­ingur hennar eiga margt sameiginlegt
Fara efst