Sport

Sunna og Hrólfur með sigra í Skotlandi | Myndband

Sunna Rannveig Davíðsdóttir.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Kjartan Páll Sæmundsson
Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Hrólfur Ólafsson sigruðu bæði MMA-bardaga sína í Skotlandi um síðustu helgi. Bjarki Ómarsson þurfti að lúta í lægra haldi eftir þrjár jafnar lotur.

Sunna Rannveig mætti Helen Copus í fyrsta bardaga Íslendinganna. Copus reyndi ítrekað að ná Sunnu niður án árangurs og endaði Sunna á að sigra eftir uppgjafartak undir lok bardagans.

Hrólfur Ólafsson var næstur á svið en hann mætti Patryk Witt. Hrólfur átti frábæra frammistöðu og náði til að mynda tveimur glæsilegum háspörkum í Witt. Hrólfur sigraði með tæknilegu rothöggi í 2. lotu en þetta var fyrsti bardagi hans eftir krossbandslit.

Síðastur var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Andstæðingur hans, Callum Murrie, hékk mikið í Bjarka upp við búrið án þess að gera mikinn skaða. Murrie reyndi að ná fellum en Bjarki varðist vel. Murrie sigraði tvær lotur og fór því með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Murrie kvaðst þó hafa fundið vel fyrir höggum Bjarka í bardaganum á meðan ekkert sást á okkar manni.

Bardagana í heild sinni má sjá hér að neðan en ítarlegri lýsing á bardögunum má finna á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Barist í Skotlandi annað kvöld

Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×