Sport

Sunna með öruggan sigur í fyrsta atvinnubardaganum

Pétur Marinó Jónsson skrifar
"Augnablikið sem ég hef beðið eftir alla ævi fór eins og ég vonaði,“ sagði Sunna.
"Augnablikið sem ég hef beðið eftir alla ævi fór eins og ég vonaði,“ sagði Sunna. Mynd/Kjartan Páll Sæmundsson
Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn fyrsta atvinnubardaga í nótt. Sunna fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun.

Sunna mætti Ashley Greenway á Invicta FC 19 bardagakvöldinu í Kansas. Sunna vann allar þrjár loturnar og hafði mikla yfirburði allan bardagann. Sigurinn var aldrei í hættu en Sunna varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að berjast atvinnubardaga í MMA.

Sunna stjórnaði bardaganum bæði standandi og í gólfinu og stjórnaði því hvert bardaginn fór. Ashley Greenway tókst ekki að ógna Sunnu af einhverju viti og vann Sunna allar þrjár loturnar. Frábær frammistaða hjá Sunnu og getur hún vel við unað eftir sigurinn.

Sunna var í skýjunum með sigurinn og þakkaði fyrir stuðninginn eins og sjá má á neðan.

„Augnablikið sem ég hef beðið eftir alla ævi fór eins og ég vonaði,“ sagði Sunna.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×