Enski boltinn

Sungið til bökumannsins í rútu á leið á Wembley | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Shaw er þungavigtarmarkvörður.
Wayne Shaw er þungavigtarmarkvörður. vísir/getty
Wayne Shaw eða átvaglið í Sutton eins og hann er nú stundum kallaður var ekkert að fela sig heima um helgina þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllun um sig síðustu daga.

Shaw komst í sviðsljósið fyrir viku síðan þegar hann borðaði böku á varamannabekk Sutton í bikarleik gegn Arsenal en hann er nú til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu fyrir það athæfi.

Það er ekki vegna þess að þessi 137 kílóa markvörður eigi að passa línurnar heldur vegna þess að hann vissi að hægt var að veðja á hvort hann myndi fá sér eina böku á bekknum. Shaw var beðinn um að hætta hjá Sutton sem og hann gerði.

Shaw er uppalinn hjá Southampton og heldur með liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætlaði því ekki að missa af sínum mönnum spila til úrslita í enska deildabikarnum og ferðaðist með stuðningsmönnum Dýrlinganna í rútu frá suðurströndinni. Heiðarlegra gerist það ekki.

Shaw er gríðarlega vinsæll og var sungið um hann þegar markvörðurinn var að koma sér fyrir í rútunni eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sutton saknaði átvaglsins af bekknum í dag

Utandeildarlið Sutton United saknaði svo sannarlega varamarkmannsins Wayne Shaw í 3-2 sigri gegn Torquay United í dag en enginn varamarkvörður var til staðar á bekknum þegar Ross Warner, markvörður Sutton meiddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×