Körfubolti

Sundsvall pakkað saman af deildarmeisturunum í fyrsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/valli
Íslendingaliðið Sundsvall Dragons fékk skell gegn deildarmeisturum Södertälje Kings, 98-66, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum sænsku úrvalseildarinnar í körfubolta.

Kóngarnir voru miklu betri í leiknum og höfðu góða forystu í hálfleik, 50-34.

Íslendingarnir í liði Drekana höfðu hægt um sig en stigahæstur þeirra var Ægir Þór Steinarsson með sex stig.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði fjögur stig og Hlynur Bæringsson setti fimm stig og tók sex fráköst. Ragnar Nathanaelsson skoraði tvö stig.

Ljóst er að einvígið verður mjög erfitt fyrir Sundsvall sem hafnaði í fimmta sæti deildarinnar með 42 stig en Kóngarnir unnu deildina með 52 stig.

Liðin mætast næst 5. apríl á heimavelli Sundsvall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×