Erlent

Sundkappi lést á Ermasundi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nick Thomas hafði ætlað sér að synda yfir Ermasund.
Nick Thomas hafði ætlað sér að synda yfir Ermasund. Vísir/Getty
Nick Thomas lést er hann reyndi að synda yfir Ermasundið. Thomas lagði af stað frá Dover á Englandi á laugardagsmorgun og hafði syntí um 16 klukkustundir þegar hann lenti í vanda.

Thomas var hífður meðvitundarlaus úr vatninu í dag og var sendur á sjúkrahús þar sem hann lést. Björgunarteymi hífði han upp í fylgdarbát um 16 kílómetra frá strönd Calais.

Sjúkrabíll mætti þeim á höfninni þar sem Thomas var fluttur á sjúkrahús. Thomas hafði kosið að klæðast ekki blautbúning við áskorunina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×