Viðskipti innlent

Sundferðin kostar 1.084 krónur

Sæunn Gísladótti skrifar
Þrátt fyrir verulega hækkun á stakri sundferð í Reykjavík er raunkostnaður hverrar sundferðar þó áfram hærri.
Þrátt fyrir verulega hækkun á stakri sundferð í Reykjavík er raunkostnaður hverrar sundferðar þó áfram hærri. Vísir/Gunnar
Raunkostnaður á hverja sundferð í sundlaugum Reykjavíkur í fyrra var 1.084 krónur að meðaltali. Kostnaðurinn var mismikill milli lauga allt frá 724 krónum í Vesturbæjarlaug í 1.309 krónur í Grafarvogslaug. Þessu greinir Viðskiptablaðið frá.

Því er ljóst að þrátt fyrir að hver sundferð muni frá 1. nóvember kosta 900 krónur í Reykjavík dugar hún ekki á móti rekstrarkostnaðinum.

Tekjur af sundlaugum Reykjavíkurborgar námu 780 milljónum króna í fyrra eða 40 prósentum af 1.959 milljóna króna rekstrarkostnaði þeirra á síðasta ári. Stór hluti rekstrarkostnaðar sundlauganna er innri leiga. Án tillits til þess voru útgjöld sundlauga Reykjavíkur 427 milljónum króna meiri en tekjur þeirra á síðasta ári.

Hlutdeild sundgesta í kostnaði var um 60% í Vesturbæjarlaug. Það er eina sundlaugin í Reykjavík þar sem tekjur námu yfir helmingi útgjalda á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×