Sunderland rekur Johnson

 
Enski boltinn
20:18 11. FEBRÚAR 2016
Johnson í leik međ Sunderland.
Johnson í leik međ Sunderland. VÍSIR/GETTY

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland hefur rekið Adam Johnson en hann hefur játað á sig kynferðisbrot gegn barni.

Hann er á leið fyrir rétt á morgun vegna tveggja annarra ákæra um barnaníð þar sem hann neitar sök. Hann játaði að hafa sofið hjá 15 ára stúlku.

Johnson var í fyrstu settur í bann hjá félaginu er hann var handtekinn í mars í fyrra. Hann kom svo aftur inn í liðið á meðan málið var tekið fyrir.

Síðasti leikur hans fyrir félagið var gegn Liverpool þar sem hann skoraði í 2-2 jafntefli.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Sunderland rekur Johnson
Fara efst