Enski boltinn

Sunderland rekur Johnson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson í leik með Sunderland.
Johnson í leik með Sunderland. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland hefur rekið Adam Johnson en hann hefur játað á sig kynferðisbrot gegn barni.

Hann er á leið fyrir rétt á morgun vegna tveggja annarra ákæra um barnaníð þar sem hann neitar sök. Hann játaði að hafa sofið hjá 15 ára stúlku.

Johnson var í fyrstu settur í bann hjá félaginu er hann var handtekinn í mars í fyrra. Hann kom svo aftur inn í liðið á meðan málið var tekið fyrir.

Síðasti leikur hans fyrir félagið var gegn Liverpool þar sem hann skoraði í 2-2 jafntefli.


Tengdar fréttir

Johnson ekki með Sunderland um helgina

Adam Johnson verður ekki með Sunderland þegar liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardaginn.

Johnson játar kynferðisbrot gegn barni

Adam Johnson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland, hefur játað fyrir rétti að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku undir samræðisaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×