Enski boltinn

Sunderland búið að ganga frá kaupunum á Coates

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coates og Jamie Vardy, leikmaður Leicester City, eigast við.
Coates og Jamie Vardy, leikmaður Leicester City, eigast við. vísir/getty
Varnarmaðurinn Sebastian Coates er genginn í raðir Sunderland frá Liverpool. Coates lék sem lánsmaður með Sunderland á síðasta tímabili en er nú endanlega genginn í raðir félagsins.

Coates skrifaði undir fjögurra ára samning við Sunderland en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Coates var keyptur til Liverpool eftir að hann sló í gegn með Úrúgvæ í Suður-Ameríkukeppninni 2011. Honum tókst aldrei að vinna sér fast sæti í liði Liverpool og var aðeins 17 sinnum í byrjunarliðinu á fjórum árum hjá félaginu.

Coates mætir til æfinga hjá Sunderland í næstu viku en hann fær lengra sumarfrí vegna Suður-Ameríkukeppninnar þar sem Úrúgvæ var á meðal þátttökuþjóða.

Coates er fyrsti leikmaðurinn sem Dick Advocaat fær til Sunderland í sumar en hann tók við liðinu undir lok síðasta tímabils og bjargaði því frá falli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×