Innlent

Sumir á flautunni þegar björgunarsveitarfólk losaði bíla

Atli Ísleifsson skrifar
Hér má sjá hetjur dagsins.
Hér má sjá hetjur dagsins. Mynd/Þröstur Njálsson
„Þetta eru náttúrulega stórkostlegir menn sem vinna að þessu í sjálfboðavinnu. Það eru ekki margir sem myndu gera það,“ segir Hafnfirðingurinn Þröstur Njálsson sem tók myndir af björgunarsveitarfólki sem var að losa bíla úr sköflum við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði um hádegisbil í dag.

Þröstur segir að Toyota Yaris hafi fests fremst við hringtorgið við skólann og verið alveg á kafi í snjó. „Það voru átta bílar sem voru þá fastir fyrir aftan. Þegar ég kom að var allt stopp og pikkfast en björgunarsveitarmenn unnu að því að ýta öllum bílunum í burtu.“

Hann segir að margir þeir sem voru fastir fyrir aftan fasta bílinn hafi lítið sem ekkert hjálpað til. „Sumir voru bara á flautunni. Fólkið í Yarisnum þurfti sem sagt að hringja á lögregluna sem hringdi í björgunarsveitina sem mætti svo á staðinn.“

Að sögn Þrastar var björgunarsveitarfólkið ekki lengi að bjarga því sem bjarga varð. „Þeir voru tíu mínútur, korter að þessu. Þeir eru aldrei lengi að þessu. Þegar ég mætti aftur þangað nokkru síðar voru allir bílar farnir og umferðin gekk greiðlega fyrir sig.“

Yarisinn var á kafi í snjó.Mynd/Þröstur Njálsson
Mynd/Þröstur Njálsson
Mynd/Þröstur Njálsson
Mynd/Þröstur Njálsson
Mynd/Þröstur Njálsson
Mynd/Þröstur Njálsson
Mynd/Þröstur Njálsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×