Innlent

Sumartími tekur gildi í Evrópu

Ísland er eitt fárra landa í Evrópu sem ekki flýtir klukkunni yfir sumarið.
Ísland er eitt fárra landa í Evrópu sem ekki flýtir klukkunni yfir sumarið. Vísir/Getty
Sumartíminn tók gildi á meginlandi Evrópu í nótt og var klukkunni flýtt um eina klukkustund.

Eftir breytingu er tveggja tíma munur á Íslandi og Skandinavíu og klukkutíma munur á Íslandi og Bretlandseyjum.

Vetrartíminn tekur svo aftur gildi síðasta sunnudag í október þegar klukkunni verður seinkað um eina klukkustund.

Ísland er eitt fárra landa í Evrópu sem ekki flýtir klukkunni yfir sumarið en þessu var hætt hér á landi með lagabreytingu árið 1968.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×