Lífið

Sumarlífið: Strandblak eins og það gerist best

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumarlífið skellti sér á Íslandsmótið strandblaki við Laugardalslaug á dögunum og ræddi Ósk Gunnarsdóttir við Jóhannes mótstjóra og fleiri.

„Þetta lokamótið hjá okkur í sumar og jafnframt sjötta mótið sem við stöndum fyrir í sumar,“ segir Jóhannes.

Lokamót sumarsins, sjálft Íslandsmótið, fór fram dagana 14-16. ágúst. Aldrei fyrr hafa jafn margir keppendur spilað og var leikgleðin ríkjandi alla daga mótsins.

Alls voru 54 lið sem tóku þátt í öllum flokkum. Keppni var mjög hörð þrátt fyrir fádæma leikgleði hjá öllum þátttakendum.

„Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé í strandblaki,“ segir Þórey blakmamma.

„Það erum við foreldrarnir og við eigum síðan þrjár dætur sem eru í þessu. Stelpurnar eru eiginlega aldar upp á strandblakvelli.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×