Lífið

Sumarlífið: Maraþonmæðgurnar kláruðu hlaupið með stæl

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að Menningarnótt var í gær og miðborgin undirlögð dagskrá henni tengdri. Líkt og alltaf þegar eitthvað er í gangi þá eru stjórnendur Sumarlífsins, þau Davíð og Ósk, mætt á staðinn til að gera því góð skil.

„Þetta var rosalegt,“ sagði Steiney Skúladóttir, annar helmingur maraþonmæðgnanna, við Davíð er hún kom í mark eftir hálfmaraþonið. Þá hafði hinn helmingur dúósins, Halldórar Geirharðsdóttir, beðið í markinu eftir henni í dágóða stund.

„Ég hélt þú kæmir ekki fyrr en eftir korter,“ sagði Halldóra en hún lét nægja að hlaupa aðeins tíu kílómetra. Þær ræða undirbúninginn og hve góð hlaup eru við Sumarlífið.

Einnig er maður sem hljóp í ísbjarnarbúning tekinn tali sem og sigurvegari aldurflokksins 18-29 ára í maraþoni. Sumarlífsþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þetta er fyrri þátturinn af tveimur um Menningarnótt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×