Lífið

Sumarlífið: Kaleo fór með þyrlu ofan í eldfjall

Tinni Sveinsson skrifar
Hljómsveitin Kaleo hélt tónleika í Gamla bíó um helgina og voru Ósk og Davíð í Sumarlífinu að sjálfsögðu á staðnum.

Ósk átti reyndar svolítið erfitt með sig baksviðs. „Þeir eru svo sætir. Ég er byrjuð að svitna. Ég get þetta ekki,“ segir hún.

Á tónleikunum frumfluttu strákarnir meðal annars nýtt efni sem er væntanlegt á næstu plötu sveitarinnar og voru nokkrir úrvals hljóðfæraleikarar fengnir til að spila með. Troðfullt var í húsinu og mikil stemning. 

Strákarnir verða aðeins á landinu í eina viku en þeir komu hingað til þess að taka upp myndband. „Það er búið að vera svakalegt á Íslandi. Við tókum upp í eldfjalli og það var nú alveg 26 klukkutíma dagur. Fórum með þyrlu ofan í eldfjall,“ segir Jökull söngvari.

Hljómsveitin gerði eins og kunnugt er samning við bandaríska plötufyrirtækið Atlantic Records síðasta haust og nú fyrr á árinu flutti sveitin til Texas í Bandaríkjunum.

Kaleo hafa því verið á ferð og flugi um Bandaríkin og gera þeir stólpagrín að hvorum öðrum í þættinum fyrir að hrjóta hátt og tala ensku með íslensku ívafi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×