Lífið

Sumarlífið: Boraði í nefið á Patch Adams

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumarlífið leit við í KFUM og KFUK húsið á miðvikudaginn síðastliðinn þar sem Patch Adams var með svokallaða vinnusmiðju á vegum Hugarafls.

Þar hélt hann fyrirlestur og var með verklegar æfingar fyrir fólkið í salnum. M.a. lét hann alla para sig tveir og tveir saman og markmiðið var að faðmast innilega í fjórar mínútur. Ekki var leyfilegt að þekkja félagann.

Adams er þekktur fyrir óhefðbundnar leiðir í starfi sínu og nálgast sjúklinga sína með umhyggju, gleði og humor að vopni. Eflaust muna margir eftir samnefndri kvikmynd um ævi hans sem kom út árið 1998 þar sem Robin Williams fór á kostum í hlutverki Patch Adams.

Adams reyndi þrisvar sinnum fyrir 18 ára aldur að taka eigið líf vegna óréttlæti heimsins. Eftir þriðja skiptið ákvað hann að í stað þess að deyja myndi hann vera glaður hvern einasta dag og reyna láta gott af sér leiða.

Patch ferðast um allan heim og tekur oft með sér sjálfboðaliða sem sækja um að koma með honum. Þau heimsækja barnaspítala og munaðarleysingjahæli í þeim tilgangi að gleðja og gefa af sér.

Hann gengur alltaf með lítið box á sér þar sem hann geymir gervihor, gervitennur, spöng sem hann treður upp í munninn á sér og rautt trúðsnef.

Hann verður með fyrirlestur í Háskólabíó á sunnudaginn næsta kl 19:30. Landsþekktir verða með upphitunaratriði og væntanlega verður mikið stuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×