Tónlist

Sumarliði lifnar við

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Bjartmar.
Bjartmar.
Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson fagnar sjötugsafmæli íslenska lýðveldisins þann 1. desember næstkomandi með tónleikaþrennu.

Á tónleikunum sem haldnir verða í Reykjavík, Hafnarfirði og Borgarnesi næstu laugardaga ætlar hann að syngja sig í gegnum lýðveldissöguna.

Einnig munu persónurnar úr textum Bjartmars lifna við og fá áhorfendur að heyra meðal annars sögurnar að baki þeim Sumarliða og Fúlum á móti sem margir þekkja úr lögum hans.

Tónleikaþrennan er eftirfarandi: 1. nóvember - Café Rosenberg, 1. nóvember, Bæjarbíó Hafnarfirði 8. nóvember og Landnámssetrið Borgarnesi 22. nóvember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×