Íslenski boltinn

Sumarið búið hjá Sigurði Grétari | Fékk alvarlega blóðeitrun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Grétar skoraði tvö mörk í átta deildarleikjum fyrir ÍBV í sumar.
Sigurður Grétar skoraði tvö mörk í átta deildarleikjum fyrir ÍBV í sumar. mynd/íbv
Framherjinn Sigurður Grétar Benónýsson leikur ekki meira með ÍBV í sumar.

Sigurður fékk blóðeitrun og hefur legið inni á spítala síðan á þriðjudaginn. Þetta kemur fram á 433.is.

Sigurður lék fyrri hálfleikinn þegar ÍBV tapaði fyrir Val, 2-1, á mánudaginn fyrir viku. Eftir leikinn kom í ljós að ekki var allt með felldu.

„Ég fékk blóðeitrun, þetta byrjaði sem sýking en hún var í svo marga daga. Ég spila leikinn gegn Val með þvílíka sýkingu, ég hélt að þetta væri bara í blöðrum undir tánum en svo fór ég að fá í nárann líka. Eftir leikinn við Val lét ég hreinsa undan tánum á mér og hélt að þetta myndi lagast en um kvöldið átti ég mjög erfitt með að sofa,“ sagði Sigurður í samtali við 433.is.

„Ég fann lítið fyrir löppunum á mér þegar ég var heima og ég átti erfitt með svefn, ég nánast skríð upp á spítala morguninn eftir. Það var rauð lína frá tánni og upp í nára,“ bætti Sigurður við. Hann segir að hann hafi ekki mátt fresta því mikið lengur að fara upp á spítala.

„Ég er allur að koma til en þetta var orðið mjög alvarlegt, hefði ég beðið í nokkra daga með að fara upp á spítala hefði þetta orðið lífshættulegt. Ég hef bara verið með sýklalyf í æð. Ég reikna ekki með því að spila meira í sumar, ég er að fara í háskóla í Bandaríkjunum 8 ágúst,“ sagði hinn 19 ára gamli Sigurður sem skoraði tvö mörk í átta deildarleikjum í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×