Erlent

Sumarhiti bíður Norðmanna um og eftir helgi

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmur mánuður er nú síðan norskir veðurfræðingar lýstu því yfir að vorið væri komið til landsins.
Rúmur mánuður er nú síðan norskir veðurfræðingar lýstu því yfir að vorið væri komið til landsins. Vísir/Getty
Norðmenn hafa verið hvattir til að grafa upp stuttbuxurnar og sandalana enda mun hitinn víða fara yfir 20 gráður um og eftir helgina.

Í frétt Verdens Gang segir að veðrið verði mun betra í norsku höfuðborginni Ósló en á Kanarí um helgina og á pari við veðrið á Mallorca.

Að sögn er komandi hiti ekki rakinn til hlýrra vinda úr suðri heldur vegna gamaldags sólskins.

Veðurfræðingurinn Beathe Tveita segir að hitinn muni ná til stórra hluta í landinu og til mynda ná sautján gráðum í Bergen.

„Í Sørlandet verður veðrið hvað best og getur hitinn farið upp í 20 gráður í Kristiansand bæði á laugardag og á sunnudag. Næstu daga gæti hitinn hækkað í Ósló um tvær til þrjár gráður á hverjum degi. Hitastigið í Ósló gæti farið yfir 20 gráður á sunnudag, mánudag og þriðjudag,“ segir Tveita.

Rúmur mánuður er nú síðan norskir veðurfræðingar lýstu því yfir að vorið væri komið til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×