Viðskipti innlent

Sumarflugin látin duga

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Þýsk flugfélög ætla sér ekki að lengja ferðatímabilið til Íslands, þrátt fyrir mikla aukningu ferðamanna utan annatíma.

Á vef Túrista segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um 29 prósent á fyrri helmingi ársins. Þjóðverjar eru fjölmennastir sem áður, en hlutfallslega fjölgar þeim ekki jafn hratt og öðrum túristum.

Talsmenn tveggja þýskra flugfélaga, af þremur sem hingað fljúga yfir sumarið, segja í samtali við Túrista að ekki standi til að lengja tímabilið sem þeir fljúga hingað. Þó hafa þeir fjölgað ferðum yfir sumartímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×