Viðskipti innlent

Subwaykóngurinn setur stórhýsið á sölu

ingvar haraldsson skrifar
Skúli hefur áður reynt að selja villuna.
Skúli hefur áður reynt að selja villuna. vísir/gva
Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, fjárfestir og eigandi Subway á Íslandi, hefur sett heimili sitt við Laufásveg 70 á sölu. Fasteignin er samtals 468 fermetrar á tveimur hæðum auk rislofts, 82 fermetra bílskúrs og kjallara þar sem m.a. má finna líkamsræktaraðstöðu og gufubað.

Skúli hefur áður reynt að selja húsið en ekki haft erindi sem erfiði. Í ágúst árið 2013 var greint frá því á Mbl.is að húsið væri til sölu.

Ein af þremur stofum hússins.mynd/fasteignavefur Vísis
Í húsinu eru sjö herbergi, þar af þrjú svefnherbergi auk fjögurra baðherbergja og þriggja stofa.

Fasteignamat hússins er 137.900.000 krónur og brunabótamat 74.533.000 krónur.

Húsið er nær allt nýuppgert.mynd/fasteignavefur Vísis
Í auglýsingu á fasteignavef Vísis segir að að húsið sé nær allt nýuppgert, bæði að innan og utan. Eldhúsinnréttingar séu frá ítalska innréttinga framleiðendum Poliform og eldhúsborðplatan úr marmara.

„Ullarteppi er á stiga upp á efri hæð, annars eru gólfefnin í húsinu basalt og hins vegar eikarparket lagt í fiskibeinamynstur með ramma utan um hvert rými, sérunnin af Fígaró. Parketið er sérunnið þannig að það líti út fyrir að vera gamalt og er olíuborið frá framleiðanda með 20 ára ábyrgð. Tæki á baðherbergjum eru innbyggð og eru þau frá Axor.“



Bakhlið húsins. Hér sést glitta í kjallara húsins þar sem finna má finna líkamsræktaraðstöðu og gufubað.mynd/fasteignavefur vísis

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×