Enski boltinn

Suarez: Þú veist aldrei hvað gerist í fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez, framherji Liverpool.
Luis Suarez, framherji Liverpool. Vísir/Getty
Luis Suarez, framherji Liverpool, var kátur í viðtali við BBC eftir 3-2 sigur á Norwich í dag en Liverpool náði með því fimm stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni.

„Við erum ánægðir af því að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg. Við unnum vel fyrir þessu og leikmenn Norwich voru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni," sagði Luis Suarez.

„Það er mikilvægt fyrir mig að ná þessu 30. marki en eins og áður þá er árangur liðsins aðalmarkmið," sagði Luis Suarez um að skora sitt 30. deildarmark á leiktíðinni.

Liverpool hefur nú fimm stiga forskot á Chelsea þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

„Þú veist aldrei hvað gerist í fótboltanum. Við höldum ró okkar og einbeitum okkur að næsta leik sem er á móti Chelsea," sagði Suarez.


Tengdar fréttir

Liverpool öruggt með Meistaradeildarsæti 2014-15

Liverpool náði ekki bara fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna 3-2 sigur á Norwich heldur er nú tölfræðilega öruggt að félagið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Liverpool náði fimm stiga forskoti - myndband

Liverpool er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Norwich í dag. Liverpool skoraði tvö mörk snemma leiks og lifði síðan af taugaveiklaðan seinni hálfleik þar sem Norwich náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×