Enski boltinn

Suarez: Myndi aðeins spila með Liverpool á Englandi

Suarez og Torres kátir eftir leik í gær.
Suarez og Torres kátir eftir leik í gær. vísir/getty
Luis Suarez og fleiri góðir snéru aftur á Anfield í gær til þess að taka þátt í góðgerðarleik.

Hann náði þar að kveðja stuðningsmenn Liverpool en hann yfirgaf félagið síðasta sumar og gekk í raðir Barcelona.

„Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta en ef ég spila einhvern tímann aftur á Englandi þá myndi ég aðeins spila fyrir Liverpool," sagði Suarez eftir leikinn.

„Ég hef saknað stuðningsmannanna og þeir vita vel að þeir eiga sess í hjarta mínu."

Í leiknum mættust lið Steven Gerrard og Jamie Carragher. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli. Gerrard skoraði úr tveim vítum en Mario Balotelli og Didier Drogba skoruðu fyrir liðið hans Carragher.

Lið Gerrard: Brad Jones, Anthony Gerrard, Glen Johnson, John Terry, John Arne Riise, Kevin Nolan, Steven Gerrard, Xabi Alonso, Ryan Babel, Thierry Henry, Jerome Sinclair. Substitutes: Scott Dann, Ashley Williams, Luis Suarez, Fernando Torres, Charlie Adam, Jay Spearing, Stephen Warnock, Joao Carlos Teixeira.

Lið Carragher: Pepe Reina, Jon Flanagan, Jamie Carragher, Alvaro Arbeloa, Martin Kelly, Harry Kewell, Stewart Downing, Lucas, Jonjo Shelvey, Didier Drogba, Mario Balotelli. Substitutes: Peter Gulacsi, Luis Garcia, Craig Noone, Alberto Moreno, Gael Clichy, Fabio Borini, Craig Bellamy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×