Enski boltinn

Sú besta til Man City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carli Lloyd hefur tvisvar sinnum orðið Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með bandaríska landsliðinu.
Carli Lloyd hefur tvisvar sinnum orðið Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með bandaríska landsliðinu. vísir/getty
Carli Lloyd, besta knattspyrnukona heims, er gengin í raðir Englandsmeistara Manchester City.

Lloyd, sem er 34 ára, hefur leikið í Bandaríkjunum allan sinn feril.

Lloyd gerði stuttan samning við City en hún mun leika með liðinu fram í byrjun júní. Á þeim tíma spilar City í deildinni heima fyrir, ensku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu.

Lloyd hefur leikið 232 landsleiki fyrir Bandaríkin og skorað 96 mörk. Þrjú þeirra komu á aðeins 13 mínútna kafla gegn Japan í úrslitaleik HM fyrir tveimur árum. Lloyd skoraði alls sex mörk á HM og var valin besti leikmaður mótsins.

Lloyd varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012.

Hún hefur tvisvar sinnum verið valin besti leikmaður heims; 2015 og 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×