SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 12:35

Sonboly skipulagđi árásina í heilt ár

FRÉTTIR

Styttist óđum í Welbeck

 
Enski boltinn
20:15 12. FEBRÚAR 2016
Welbeck spilađi klukkutíma međ varaliđi Arsenal fyrr í vikunni.
Welbeck spilađi klukkutíma međ varaliđi Arsenal fyrr í vikunni. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Svo gæti farið að Danny Welbeck yrði í leikmannahópi Arsenal á sunnudaginn þegar liðið mætir Leicester City í toppslag í ensku úrvalsdeildinni.

Welbeck hefur ekki spilað mínútu á tímabilinu vegna erfiðra hnémeiðsla. Framherjinn er hins vegar allur að koma til og lék í klukkutíma með varaliði Arsenal fyrr í vikunni.

„Það styttist óðum í Welbeck. Hann er í góðu líkamlegu formi en þarf bara að komast í leikform,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn mikilvæga gegn Leicester. Arsenal er fimm stigum á eftir toppliðinu og þarf helst að vinna leikinn á sunnudaginn til að missa Leicester ekki of langt fram úr sér.

Wenger gaf það einnig í skyn að Per Mertesacker yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Leicester sem er með mjög hraða leikmenn framarlega á vellinum.

„Per Mertesacker er frábær leiðtogi en ég er með þrjá miðverði og verð að vega og meta hverja ég á að velja út frá frammistöðu, leikformi sem og andstæðingnum og styrkleikum hans,“ sagði Wenger.

Arsenal er aðeins annað tveggja liða sem hefur tekist að vinna Leicester í úrvalsdeildinni í vetur. Skytturnar báru sigurorð af Refunum á útivelli 26. september í fyrra. Leikar fóru 2-5 en Alexis Sánchez skoraði þrennu fyrir Arsenal í leiknum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Styttist óđum í Welbeck
Fara efst