Fótbolti

Styttist í heimkomu varnarmannsins sem lifði af flugslysið | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Skjáskot
Alan Ruschel, varnarmaður brasilíska úrvalsdeildarfélagsins Chapecoense, hefur sent frá sér myndband þar sem hann þakkar sýndan hlýhug og stuðning eftir flugslysið í Kólumbíu í síðustu viku.

Ruschel var aðeins einn þriggja leikmanna Chapecoense sem lifði af flugslysið. Flugvélin fórst skömmu fyrir lendingu í Medellin en þangað var Chapecoense að fara til að spila í úrslitum félagsliðakeppni Suður-Ameríku, Copa Sudamericana.

Alls fórst 71 í slysinu en Ruschel segir að endurhæfing hans gangi vel og að það styttist í að hann geti snúið aftur til Brasilíu.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en það má einnig finna á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×