Enski boltinn

Styttist í endurkomu Blinds

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blind er á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United.
Blind er á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United. vísir/getty
Daley Blind, leikmaður Manchester United, er byrjaður að æfa á ný eftir meiðsli.

Blind, sem kom til United frá Ajax fyrir tímabilið, meiddist á hné í 6-0 sigri Hollands á Lettlandi í nóvember og hefur misst af síðustu átta leikjum United.

Blind verður þó líklega ekki orðinn klár í tæka tíð fyrir leikina tvo sem United á eftir að spila á árinu 2014. Lærisveinar Louis van Gaal taka á móti Newcastle á morgun og á sunnudaginn sækja þeir Tottenham heim.

Fyrsti leikur United á nýju ári er gegn Stoke á Brittania Stadium á nýársdag. Þremur dögum síðar mætir liðið Yeovil í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

The football boots are back! Started training outside again, great feeling! #OnMyWayBack #MUFC #DB17

Een foto die is geplaatst door Daley Blind (@blinddaley) op


Tengdar fréttir

Sex frábærir fyrir Manchester United

Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, mætir líklega til leiks á leikmannamarkaðinn eftir áramót með troðfullt veskið. Á óskalistanum eru varnarmenn. Fréttablaðið skoðar hvaða leikmenn enska liðið mun líklegast bjóða ríflega í. Varnarleikur Man. Utd hefur verið

Van Gaal: Þakklátur fyrir stuðning Fergusons

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er þakklátur fyrir þann stuðning sem Sir Alex Ferguson hefur sýnt honum síðan hann kom til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×