Enski boltinn

Styttist í að Gylfi verði ekki lengur dýrasti leikmaður Everton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Richarlison í leik með Watford
Richarlison í leik með Watford Vísir/Getty
Brasilíski framherjinn Richarlison er á leið í læknisskoðun hjá Everton samkvæmt heimildum Sky Sports. Everton er sagt borga 50 milljónir punda fyrir leikmanninn, fimm milljónum meira en félagið borgaði fyrir Gylfa Þór Sigurðsson.

Gylfi kom til Everton síðasta sumar fyrir 40 milljónir punda með mögulegum aukagreiðslum upp á 5 milljónir punda og varð dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Íslenski landsliðsmaðurinn átti nokkuð erfitt uppdráttar í Bítlaborginni á síðasta tímabili en varð þó annar í kjöri leikmanns ársins hjá Everton.

Hinn 21 árs Richarlison kom til Watford síðasta sumar. Hann kostaði þá 13 milljónir punda. Marco Silva keypti Brasilíumanninn til Watford og er hann nú tekinn við stjórn Everton.

Richarlison skoraði fimm mörk í sínum fyrstu 12 leikjum fyrir Watford síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×