Innlent

Styrkur svifryks líklega yfir mörkum í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Börn og þeir sem viðkvæmir eru í öndunarfærum ættu að forðast miklar umferðargötur.
Börn og þeir sem viðkvæmir eru í öndunarfærum ættu að forðast miklar umferðargötur. Vísir/GVA
Styrkur svifryks verður líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag þar sem töluverður vindur er, götur þurrar og engar líkur á úrkomu. Áfram er búist við þurrviðri og nokkrum vindi sem getur þyrlað upp ryki, sérstaklega við umferðargötur, á morgun.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að allir þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Sú ráðlegging gildir einnig um börn.

Klukkan 14:30 í dag var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 147 míkrógrömm á rúmmetra og 735 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöð sem staðsett er við Bíldshöfða 2. Sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×