Innlent

Styrkur eitraðra gastegunda nærri hættumörkum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/hag
Styrkur eitraðra gastegunda úr hlaupvatni úr Sólheimajökli mældist nærri hættumörkum við mælingar vísindamanna í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig frá vestanverðum Sólheimajökli þar sem hlaupvatn kemur undan jöklinum.

Eitraðar lofttegundir sem þar losna gætu valdið öndunarerfiðleikum og sviða í augum. Sumar lofttegundir eru lyktar- og litlausar og greinast ekki án mælitækja. Enn mælast jarðskjálftar á litlu dýpi undir Kötluöskjunni en tíðni þeirra virðist ekki vera að aukast. Líklegt þykir að skjálftavirknin sé tengt jarðhitavirkni en atburðir af þessu tagi eru algengir á þessum tíma árs - að því er fram kemur í tilkynningu almannavarna. Allt bendir þó til þess að hlaupið sé í rénun og mælist nú minna rennsli ánum en fyrr í þessari viku.


Tengdar fréttir

Fjöldi ferðamanna á Sólheimajökli

Þrátt fyrir að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafi mælst til þess við ferðaþjónustu og ferðamenn að fara ekki að sporði jökulsins.

Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár

Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun.

Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá

Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×