Innlent

Styrktarkeppni fyrir Brynju Hlíf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynja Hlíf Hjaltadóttir hefur æft mótorkross í nokkur ár og keppt í greininni síðustu þrjú sumur.
Brynja Hlíf Hjaltadóttir hefur æft mótorkross í nokkur ár og keppt í greininni síðustu þrjú sumur.
Vélhjólaíþróttafélagið VÍK hefur ákveðið að setja á laggirnar styrktarkeppni fyrir Brynju Hlíf sem slasaðist alvarlega í mótorkrossslysi í Noregi á þriðjudaginn í seinustu viku.

Brynja er nemandi í íþróttaskóla í Setesdal sem er um 200 km suður af Ósló. Þrír hryggjarliðir Brynju brotnuðu í slysinu og er hún tilfinningalaus í fótunum eins og er. Brynja hefur æft mótorkross í nokkur ár og keppt í greininni síðustu þrjú sumur. Hún fór út til Noregs í ágúst síðastliðnum til að læra meira í íþróttinni en um eins árs nám er að ræða.

VÍK hefur fengið samþykki hjá Kópavogsbæ fyrir að halda endurokeppni innan bæjarmarka Kópavogs, nánar tiltekið á gamla hesthúsasvæðinu ofan við KFC og á móti Smáralindinni. Öll keppnisgjöld munu renna til styrktar Brynju Hlífar og baráttu hennar fyrir fullum bata.

Keppnin verður með léttu sniði, lagður verður stuttur hringur um hesthúsasvæðið.

Keppni fer fram laugardaginn 25. október og hefst kl. 12 og stendur til u.þ.b 15. Keppnisgjald er 3000 krónur og greiðist á staðnum en frjáls framlög verða ennfremur í boði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×