Fótbolti

Styrkja leikmenn með mótorhjólum sem þeir geta notað í aukavinnu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir í URA FC verða flottir á hjólunum.
Strákarnir í URA FC verða flottir á hjólunum.
URA FC í Úganda aðstoðar leikmenn sína við að afla sér aukatekna með því að gefa þeim mótorhjól sem þeir geta notað sem taxa.

Flestir taka ekki leigubíl í Úganda heldur mótorhjól sem er taxi. Það verður sífellt dýrara að lifa í höfuðborginni Kampala og því veitir félagið leikmönnum þennan stuðning.

Leikmennirnir eiga í vandræðum með að lifa af laununum sem þeir fá fyrir boltann og því varð að grípa til einhverra aðgerða.

Það er svo annað mál hvort leikmenn fái frí frá æfingum til þess að sinna aukavinnunni.

Leikmenn eru þó hæstánægðir með þetta framlag vinnuveitandans og geta ekki beðið eftir því að fara að sinna aukavinnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×