Innlent

Styrkja Evrópumót kvennalandsliða í golfi um 1,5 milljón

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mynd/gsí
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að veita 1,5 milljón króna af ráðstöfunarfé sínu til Golfsambands Íslands vegna Evrópumóts kvennalandsliða í golfi.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Evrópumót kvennalandsliða í golfi fari fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 5. til 9. júlí næstkomandi og sé um að ræða eitt stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hafi verið á Íslandi.

„Nú þegar hafa 20 þátttökuþjóðir staðfest komu sína þar sem 120 keppendur munu mæta til leiks ásamt þjálfurum, liðsstjórum og öðru fylgdarliði. Búast má við að rúmlega 200 erlendir gestir muni sækja Ísland heim vegna mótsins,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×