Viðskipti innlent

Styrkir veittir til atvinnumála kvenna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti fyrir skömmu styrki til 38 verkefna  sem snúa að atvinnumálum kvenna. Alls voru veittir styrkir að upphæð 35 milljónum króna, en styrkirnir hafa verið veittir árlega frá árinu 1991.

Í tilkynningu á vef Velferðarráðuneytisins segir að atvinnustyrkjunum séu ætlaðir konum sem vinni að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði sé að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun.

Alls bárust 266 umsóknir um styrki til verkefna hvaðanæva af landinu og voru umsóknirnar metnar af ráðgjafarnefnd.

Hæstu styrkina, sem eru þrjár milljónir, hlutu verkefnin: Víur – ræktun fóðurskordýra á Vestfjörðum, Litla gula hænan – vistvæn kjúklingaframleiðsla og Vöruþróun á steinefna- og kísilríku drykkjarvatni.

Fleiri verkefni sem nefnd eru snúa að notkun vistvænna efna og endurnýtingu í blómaskreytingum, gerð tannstöngla úr stráum, markaðssetningu á fiskolíu, tölvuleiki í námi og kennslu og þróun á ullarsængum.

Lista yfir styrkhafa má sjá á vef Atvinnumála kvenna.

Þá verður þeim sem hlutu styrki boðið að taka þátt í markþjálfunarverkefni. Markmiðið er að styrkhafar setji sér markmið í vinnu sinni við verkefnin, skoði styrkleika sína og hæfileika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×