Enski boltinn

Sturridge skoraði tvö og Liverpool komst áfram | Öll úrslit kvöldsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daniel Sturridge skorar fyrra markið sitt í kvöld.
Daniel Sturridge skorar fyrra markið sitt í kvöld. vísir/getty
Liverpool vann Tottenham, 2-1, á Anfield í kvöld í 16 liða úrslitum enska deildabikarsins en Daniel Sturridge skoraði bæði mörk heimamanna.

Sturridge skoraði fyrra mark sitt á níundu mínútu þegar hann var á undan Michel Vorm, markverði Tottenham, í boltann og kom honum í netið af stuttu færi.

Eftir rúmlega klukkustundar leik skoraði Sturridge annað markið sitt en hann slapp þá í gegnum vörn Tottenham og setti boltann á milli fóta hins hollenska Vorm í markinu, 2-0.

Sturridge á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann er nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í deildabikarnum.

Þegar allt stefndi í þægilegan sigur Liverpool fékk Tottenham ódýra vítaspyrnu og úr henni skoraði Hollendingurinn Vincent Janssen á 76. mínútu. Nær komst Tottenham ekki. Lokatölur, 2-1, og Liverpool verður í hattinum þegar dregið verður til átta liða úrslitanna.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk B-deildarliðsins Bristol City sem tapaði, 2-1, fyrir Hull. Enginn Íslendingur er því eftir í keppninni.

Úrslit kvöldsins:

Arsenal - Reading 2-0

1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (34.), 2-0 Alex Oxlade-Chamberlain (78.).

Bristol City - Hull 1-2

0-1 Harry Maguire (44.), 0-2 Michael Dawson (47.), 1-2 Lee Tomlin (90.)

Leeds - Norwich 2-2

0-1 Alex Pritchard (14.), 1-1 Marcus Antonsson (43.), 1-2 Nélson Oliveira (99.), 2-2 Chris Wood (109.).

Leeds vann, 3-2, í vítaspyrnukeppni.

Liverpool - Tottenham 2-1

1-0 Daniel Sturridge (9.), 2-0 Daniel Sturridge (64.), 2-1 Vincent Janssen (76.)

Newcastle - Preston 6-0

1-0 Aleksandar Mitrovic (19.), 2-0 Mohamed Diame (38.), 3-0 Matt Ritchie (53.), 4-0 Aleksandar Mitrovic (55.), 5-0 Mohamed Diame (87.)

Rautt: Alan Browne, Preston (25.), 6-0 Ayoze Perez (90.).

Á morgun:

18.45 Southampton - Sunderland

18.45 West Ham - Chelsea, Stöð 2 Sport 2 HD

19.00 Man. Utd - Man. City, Stöð 2 Sport HD


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×