Enski boltinn

Sturridge í rannsóknir í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Sturridge á æfingu með Liverpool.
Daniel Sturridge á æfingu með Liverpool. Vísir/Getty

Daniel Sturridge meiddist enn og aftur í vikunni, í þetta sinn á æfingu hjá Liverpool. Til stóð að Sturridge myndi spila í 2-1 sigri Liverpool á Bordeaux í Evrópudeild UEFA í gær en ekkert varð af því.

Sjá einnig: Mignolet fékk á sig skrautlegt mark í sigri Liverpool

Sturridge hefur ekki enn náð að spila leik undir stjórn Jürgen Klopp sem tók við Liverpool um miðjan síðasta mánuð. Hann hefur komið við sögu í aðeins þremur leikjum á þessari leiktíð og aðeins sjö síðan í október á síðasta ári.

Hann mun fara í myndatöku í dag og kemur þá betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. Klopp sagði eftir leikinn í gær að hann vissi ekki mikið um stöðu mála.

„Þetta gerðist eftir æfinguna,“ sagði Klopp en Sturridge var að æfa skot þegar hann meiddist. „Þetta gerðist mjög stuttu fyrir leikinn en við getum byrjað að skoða málið núna. Það eru því engar fréttir enn sem komið er. Við verðum að bíða.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×