Enski boltinn

Sturridge fór í aðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. Vísir/AFP
Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag.

Sturridge hefur verið í meðferð í Boston í Bandaríkjunum vegna mjaðmameiðsla síðan í síðustu viku og hann lét vita af því á Instagram-síðu sinni í dag að hann hefði lagst á skurðarborðið og að mjaðmaraðgerðin hafi gengið vel.

Daniel Sturridge hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og náði aðeins að spila 18 leiki með Liverpool á tímabilinu. Sturridge, sem er 25 ára gamall, skoraði 4 mörk í 12 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann skoraði 22 mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Læknalið Liverpool og sérfræðingarnir í Bandaríkjunum eru á því að mjaðmarvandræði Sturridge séu ein aðalástæðan fyrir öllum hinum meiðslum sem Sturridge hefur lent í. Það er því í bjartsýni í herbúðum Liverpool að Sturridge fari nú loksins að komast út úr þessu meiðsla-völundahúsi.


Tengdar fréttir

Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×