Enski boltinn

Sturridge boðar endurkomu sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sturridge fylgist með úr stúkunni.
Sturridge fylgist með úr stúkunni. Vísir/Getty
Daniel Sturridge, leikmaður Liverpool, segist bjartsýnn á framhaldið og stefnir á að snúa aftur á völlinn innan skamms.

Sturridge verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. Meiðslin tóku sig upp á æfingu í síðustu viku og er talið að þetta sé í níunda sinn sem hann meiðist á sama vöðvanum á ferlinum.

„Þetta ferli hefur haft þroskandi áhrif á mig sem karlmann og íþróttamann,“ skrifaði hann á Twitter-síðuna sína. „Þetta er önnur hindrun sem ég þarf að sigrast á. Ég mun koma til baka innan skamms, sterkur og tilbúinn.“

Sturridge skoraði 25 mörk á síðasta tímabili en hann hefur ekkert spilað síðan í byrjun tímabilsins. Liverpool vann tvo af þeim þremur leikjum sem hann spilaði en er nú í tólfta sæti eftir að hafa fengið átta stig í síðustu níu leikjum sínum.

Liverpool tapaði fyrir Crystal Palace um helgina og gæti fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag ef liðið tapar fyrir Ludogorets frá Búlgaríu.


Tengdar fréttir

Sturridge spilar ekki fyrir jól

Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, verður frá í sex vikur til viðbótar en hann meiddist aftan í læri á æfingu Liverpool í gær.

Sturridge meiddist einu sinni enn

Daniel Sturridge, enski landsliðsframherjinn hjá Liverpool, meiddist enn á ný á æfingu í dag og þarf að fara í myndatöku á morgun.

Sturridge frá vegna kálfameiðsla

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, verður frá í tvær til fjórar vikur eftir að hafa meiðst á kálfa á æfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×