Enski boltinn

Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sturridge í leik gegn Arsenal.
Sturridge í leik gegn Arsenal. vísir/getty
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik.

Dr. Peter Asnis er bæklunarskurðlæknir, en enski framherjinn fór einnig þangað í desember þar sem hann fann bót meina sinna.

„Mér líkar vel við Bandaríkin og hvernig þeir hugsa er öðruvísi," sagði Sturrdige í samtali við Times dagblaðið.

„Þegar þú ert meiddur er mikilvægt að hafa mismunandi hugarfar. Þú þarft að segja sjálfum þér að þú ert ekki knattspyrnu leikmaður, þú gætir verið hnefaleikakappi eða tennisspilari eða hvað sem það gæti verið."

Athyglisverður hugsunarháttur hjá enska framherjanum, en honum líkar vel í Bandaríkjunum.

„Þú verður að vera með einbeittan vilja til þess að komast í það besta form sem mögulegt er. Þegar þú ert meiddur er mikilvægt að hafa þetta skap."

„Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að vera hér og einblína á það sem ég er að gera. Sjúkraþjálfararnir hjá Liverpool eru frábærir, en að breyta um andrúmsloft virkaði síðast og ég vildi gera það aftur," sagði Sturrdige.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×